Umhverfi og öryggi

Öryggi, heilbrigði og umhverfi

Faxaflóahafnir hafa viðhaldið vottuðu umhverfis og öryggisstjórnkerfi undanfarin ár.
Höfnin vinnur í samræmi við metnaðarfulla Öryggis-, heilbrigðis- og öryggisstefnu. 
Stefnuna má finna hér.

 

Umhverfismál

Faxaflóahafnir sf. leggja áherslu á að vera leiðandi í umhverfismálum, að dregið sé úr neikvæðum umhverfisáhrifum frá starfseminni, unnið sé að stöðugum umbótum og að fylgst sé með frammistöðu í umhverfismálum.

Faxaflóahafnir hafa haldið „Grænt bókhald“ frá árinu 2016 og er því ætlað að stuðla að aðhaldi og vöktun í fyrirtækinu en einnig góðri upplýsingagjöf og samskiptum við innri og ytri hagaðila.

Grænt bókhald hafnarinnar má finna hér í heild sinni.

Á myndinni hér að ofan, sem kemur úr grænu bókhaldi 2021, má sjá hvernig kolefnislosun dreifist á flokka. Eins og glögglega má sjá er uppruninn að mestu frá brennslu jarðefnaeldsneytis ásamt framleiðslu og flutningi þess (dráttarbátar, bifreiðar og akstur starfsmanna til/frá vinnu) eða 94% af allri kolefnislosun samtals 1.144 t CO₂.

Faxaflóahafnir höfðu það að markmiði að verða kolefnishlutlausar strax fyrir árið 2020. Því er náð að mestu með miklum og góðum árangri í eigin skógrækt og endurheimt eigin votlendis sem nemur 1.064 t CO₂. Áfram er unnið að aukinni skógrækt og endurheimt votlendis sem skila mun vaxandi kolefnisbindingu á komandi árum. Það sem á vantaði á árinu 2020 var jafnað með aðstoð innlendra aðila. Sama mun verða gert gagnvart losun ársins 2021.

Í ljósi þessa upplýsinga var gripið til ýmissa ráðstafana á árinu 2021 til að minnka heildar-olíunotkun hafnarinnar. Þar má nefna orkuskipti bílaflota ásamt hvata til starfsfólks til orkuskipta auk þess sem stuðlað verði að grænni siglingamáta dráttarbáta með aðstoð kerfis sem stöðugt vaktar og hefur eldsneytiseyðslu sýnilega fyrir notendum.

Útstreymisbókhald vegna skipakoma hefur verið haldið frá árinu 2016. Útstreymisbókhald má finna hér. Helstu niðurstöður eru að kolefnislosun er 15% minni en árið áður þrátt fyrir fjölgun í skipakomum. Er það vegna styttri viðlegu skipa árið 2021 en árið áður.

Heilbrigðis og Öryggismál

Faxaflóahafnir hafa innleitt vottað ISO 45001 öryggisstjórnkerfi.
Í því felst að öryggisreglur hafa verið settar á grundvelli virks áhættumats fyrir starfsemina og gilda þær reglur jafnt fyrir starfsfólk og verktaka á vegum fyrirtækisins. Virk orsakagreining hjálpar til við að læra af reynslunni, koma í veg fyrir endurtekin atvik og uppfæra þau varnalög sem eru til staðar

Sóttvarnir – Covid

Faxaflóhafnir þurftu að grípa til ýmissa ráðstafana á árinu til að tryggja grunnþjónustu svo siglingar að og frá landinu yrðu ekki fyrir röskun. Vaktir hafnarþjónustu voru aðgreindar og á tímabilum var fyrirtækinu skipt upp í sóttvarnarhólf og var lögð áhersla á fjarvinnu þar sem því mátti koma fyrir.
Í heild gekk þetta vel og raskaðist þjónustan mjög lítið sem verður að teljast gott miðað við áhrif faraldurs almennt á þjóðfélagið.

Ábendingar á árinu

Faxaflóhafnir hafa viðhaldið virku ábendingarkerfi þar sem starfsfólk, viðskiptavinir og almenningur geta sent inn ábendingar um það sem vel er gert og betur má fara. Í gegnum sama farveg koma allar skráningar um tjón, óhöpp og mengunaratvik sem koma upp.

Starfsfólki, stjórnendum og stjórn er haldið upplýstum um atvik sem orðið hafa og er lögð mikil áhersla á orsakagreiningu atvika sem upp koma með það að markmiði að læra af og gera betur.

 

Hér á eftir má sjá tölfræði skráðra ábendinga sem brotnar eru niður á helstu málaflokka samanborið við 2020.

 
Fyrst má benda á að fyrirtækinu bárust í heildina 106 ábendingar eða tilkynningar.Ábendingum fjölgaði í heild milli ára um 70%, við teljum það vera vegna betri skráningar og hvatningar til að tilkynna atvik. Flestar ábendingar sneru að viðhaldi hafnarmannvirkja.Við öll stærri atvik er farið í orsakagreiningu atviks og leitað leiða til úrbóta.
Slys og málefni tengt vinnuvernd voru 12 sem er fækkun frá 2020. Lögð hefur verið áhersla á að öll atvik séu skráð. Vinnuverndarmálefni urðu 12 þar af tvö fjarveruslys.

Á árinu 2022 verður lögð áherslu á að næstum slys séu vel tilkynnt til að hjálpa til við að fyrirbyggja möguleg slys.
Tilkynnt tjón eru 27, aukning er þar í skráningu tjóna á mannvirkjum. Leitast er nú við að skrá öll atvik. Tjón á eigin bátum voru algengust aðskotahlutir í skrúfu báta sem eru við vinnu.
Mengunarmálin urðu 8 í stað 13 árið áður. Engin stór atvik og helstu orsakir voru bilanir tækja eða skortur á frágangi.

 

Sundurliðun atvika niður á einstaka flokka

 

Slys (vinnuvernd)

Fjarveruslysin voru tvö og er það í raun of mikið. Markmið er ávallt slysalaus vinnustaður. Sem betur fer eru þetta ekki alvarleg slys Skyndihjálpar/minniháttar slysin voru 7 og eru flest vegna falls eða minniháttar atvika.

Öll meiðsli eru tekin alvarlega og þau alvarlegri rannsökuð sérstaklega. Tilgangurinn er alltaf að finna tækifæri til að gera betur og koma í veg fyrir meiðsli og slys.

Við tökum öll meiðsli alvarlega en rannsökum sérstaklega þau alvarlegustu. Tilgangurinn er alltaf að finna tækifæri til að gera betur og koma í veg fyrir meiðsli og slys. 

 

 

 

 

TTjón – Óhöpp. 

Tilkynnt tjón voru 27. Aukning varð í skráningu tjóna á mannvirkjum. Leitast er við að skrá öll atvik. Tjón á eigin bátum voru mest aðskotahlutir í skrúfu báta sem eru við vinnu.

 

 

 

 


Mengunartilvik

Tilkynnt mengunaratvik urðu 8 í stað 13 árið áður. Engin stór atvik mest bilanir tækja eða skortur á frágangi. Ekki varð vart við nein alvarleg frávik í gerlamælingum á árinu.

 

 

 


Almennar Ábendingar

Ábendingum fjölgaði milli ára um 70%, líklega má rekja til betri skráningar og hvatningar til að tilkynna atvik. Flestar sneru að viðhaldi hafnarmannvirkja.

Faxaflóahafnir leggja mikið upp úr því að fá sem flestar ábendingar um hvað megi betur fara. Flestar tilkynningar eru vegna öryggismála, enda áhersla hjá fyrirtækinu að tilkynna ef eitthvað þarfnast athugunar