Skipulags- og lóðamál

Skipulags- og lóðamál

Unnið var að undirbúningi fyrir gerð þróunaráætlunar fyrir svæði Örfiseyjar og Gömlu höfnina. Leitað var eftir samvinnu við Arkitektafélag Íslands varðandi val á ráðgjöfum til að vinna þróunarætlunina. Áætlað er að vinnu við þróunaráætlunina fari fram á árinu 2022. Deiliskipulag svonefnds Línbergsreits á Fiskislóð lauk á árinu.

Skipulag Sundahafnarsvæðisins er verkefni sem er áfram í vinnslu þar sem m.a. áætlaðar breytingar á hafnarmannvirkjum, landfyllingar og dýpkanir eru í mati á umhverfisáhrifum. Skipulag svæðisins í heild þarf m.a. að taka tillit til legu nýrrar Sundabrautar og er sú vinna í gangi. Hafin var vinna við auknar lóðarúthlutanir á Grundartanga og áformað er að auglýsa þar lóðir til úthlutunar fyrri hluta árs 2022.